Vefforritun 1 kennd haustið 2025
Hér má nálgast allt námsefni, dæmi og verkefni í áfanganum vefforritun 1 kenndan við HÍ haustið 2025.
| Vika | Mánudagur | Viðfangsefni | Verkefni | Skil |
|---|---|---|---|---|
| 1 | 18. ágúst | Kynning; inngangur; HTML; Netlify | Verkefni 1 | |
| 2 | 25. ágúst | Element; töflur, listar, form; að skrifa HTML; aðgengi & SEO | Verkefni 2 | Verkefni 1 |
| 3 | 1. september | CSS; box model; specificity og cascade; visual formatting; Letur & litir | Verkefni 3 | Verkefni 2 |
| 4 | 8. september | Flexbox; CSS virkni & stuðningur | Verkefni 4 | Verkefni 3 |
| 5 | 15. september | Skalanlegir vefir; hönnun; grid; kvikun | Verkefni 5; Hópverkefni 1 | Verkefni 4 |
| 6 | 22. september | Gestafyrirlestur; node.js & npm; Sass & Stylelint; CSS í stærri verkefnum | Verkefni 6 | Verkefni 5 |
| 7 | 29. september | Git & GitHub; JavaScript: gildi, týpur, virkjar | Verkefni 6 | |
| 8 | 6. október | JavaScript: stýriskipanir, föll, fylki, hlutir | Verkefni 7 | |
| 9 | 13. október | Einingar; forritun á vef: DOM og atburðir | Verkefni 8 | Verkefni 7 |
| 10 | 20. október | Ósamstillt forritun; HTTP & form; ajax; eslint | Verkefni 9; Hópverkefni 2 | Verkefni 8; Hópverkefni 1 |
| 11 | 27. október | Tæki & tól; villumeðhöndlun; reglulegar segðir; fallaforritun | Verkefni 10 | Verkefni 9 |
| 12 | 3. nóvember | Hlutir; HTML5 og Web APIs; prófanir | Verkefni 10 | |
| 13 | 10. nóvember | Samantekt og upprifjun; aðstoð; umræður | ||
| 14 | 17. nóvember | Upplýsingar um lokapróf; aðstoð; umræður | Hópverkefni 2 |
Nánar er fjallað um kennsluáætlun og námsefni í viku 1 og sýnd yfirferð á námsefni hér á GitHub.
Kennslualmanak háskólaárið 2025–2026.
Lokapróf verður haldið föstudaginn 05. desember 2025 kl. 13:30 - 16:30.
Prófið er staðpróf og fer fram í Inspera.
Hægt er að nálgast prufupróf á Inspera. Farið verður yfir prófið í fyrirlestri 10. eða 17. nóvember.
Hægt er að nálgast eldri próf á Uglu undir „Prófasafn“.
Fjallað um lokapróf í fyrirlestri 8.1.
Hægt er að sækja um Chromebook til að taka prófið á.
Hvert vikublað samanstendur af:
Allt námsefni og lesefni er undir namsefni/.
Hægt er að skoða dæmi á sér vef.
Ekki er heimilt að nota stór mállíkön til að vinna verkefni í námskeiðinu, sjá nánar um notkun í námskeiðinu.
Samansafn af öllum lykilhugtökum, lýsingu á þeim og tengingar við vikur.
Fyrirlestrar eru haldnir 15:00-17:20 á mánudögum.
Námsefni vikunnar er sett inn a.m.k. vikunni áður. Fyrirlestrarnir sjálfir fara í nánari yfirferð á mikilvægum atriðum úr fyrirlestrum, yfirferð á dæmum og umræður.
Upptökur af öllum fyrirlestrum á YouTube.
Öll dæmi eru undir viðeigandi námsefni í daemi/ möppu.
Til að sækja dæmi er hægt að sækja allt efni frá þessu GitHub repo með því að nota „download“ virkni eða opna vef útgáfu af dæmum þar sem hægt er að skoða þau beint í vafra.
Verkefni eru sett fyrir formlega í fyrirlestri á mánudegi (þau gætu verið gerð aðgengileg fyrr) og skal skila fyrir lok fimmtudags (seinasta lagi 23:59) vikunni eftir. Sýnilausn er gerð aðgengileg á föstudegi eftir skil.
Öll skil fara fram á Canvas.
Dæmatímar eru í vikum 2–14.
Sjá á Uglu og Canvas síðu námskeiðs.