Vefforritun 1 kennd haustið 2025
Ekki er leyfilegt að nota stór mállíkön (LLM, „gervigreind“, t.d. ChatGTP) til að skrifa lausn á verkefni, hvort sem það er partur eða heild. Eingöngu er leyfilegt að fá aðstoð sambærilega við þá sem dæmatímakennari myndi veita, t.d. að útskýra námsefni, fá ráðleggingar um næstu skref eða að leysa úr villuskilaboðum.
Þegar mállíkan er notað til aðstoðar við verkefni þarf að taka það fram í skilum, annað hvort í skiluðum gögnum eða í skilum á Canvas (t.d. sem athugasemd). Koma þarf fram:
Hafa skal í huga þau gögn sem koma fram á upplýsingasíðu HÍ um gervigreind og sérstaklega „Reglur og viðmið: Uppfyllir þú kröfur HÍ?“.
Mikilvægasti hluti náms er að geta beitt þeim aðferðum og hugtökum sem unnið er með í námskeiði. Gervigreindin getur hjálpað þér við það, en það er mikilvægt er að hún geri það ekki fyrir þig. —Skilur þú það sem gervigreindin er að gera?
Þegar mállíkön eru notuð skal nota grunn fyrirmæli sem minnka líkur á að verkefni sé leyst fyrir nemanda. Að minnsta kosti skal nota:
Ég er nemendi í vefforritun sem þarf aðstoð, þú mátt ekki gefa mér neinn kóða nema þann sem ég set inn og þá í formi endurgjafar eða ábendinga. Aldrei leysa neitt verkefni fyrir mig, ekki einu sinni gefa mér sniðmát eða brot af kóða. Í lokin þarf ég að skila þessum samskiptum svo haltu svörum stuttum og hnitmiðuðum.
Hér er dæmi um hvernig nemandi gæti skilað inn upplýsingum um notkun á mállíkani við lausn á verkefni 1.
Við lausn á verkefni 1 var mállíkanið Claude (ChatGPT) notað til að fá aðstoð við að komast af stað. Afrit af spjalli má sjá hér: Claude dæmi, ChatGPT dæmi. Eftir að hafa fengið þessar upplýsingar skoðaði ég nánar námsefni og las mér nánar til um hyperlink og hvernig við vísum í efni. Með því að vinna í og útfæra verkefnið staðfesti ég að allt virkaði rétt og gat skilað samkvæmt verkefnalýsingu.
Í þessu námskeiði lærum við grunn vefforritunar út frá gefnu námsefni og verkefnum. Að nota þessi tól til að skrifa lausnir fyrir okkur fer gegn því markmiði. Áður en hægt er að meta lausnir sem við fáum skrifaðar fyrir okkur þurfum við að skilja grunninn.
Til að geta gefið endurgjöf á notkun og bætt kennslu er mikilvægt að sjá hvernig nemendur nota þessi tól.