Fyrirlestur – Hönnun
Vefforritun 1 — TÖL107G
Ólafur Sverrir Kjartansson, osk@hi.is
Hönnun
- Þó að við lítum ekki á okkur sem „hönnuði“ getum við lært að búa til útlit sem eru fín
- Vefforritarar lenda oft í því að þurfa að hanna útlit, þó lítið sé
- Viljum forðast að búa til „forritaraútlit“

Röðun og jöfnun (alignment)
- Röðun og jöfnun skiptir máli
- Ættum að leggja okkur fram við að setja hluti skipulega upp með reglu
- Notkun á grind hjálpar mikið!
- Bil ættu ekki að vera handahófskennd heldur fylgja reglu
- Dæmi
Hópun
- Þegar við erum að skipuleggja efni er mikilvægt að huga að hópun
- Hlutir sem eiga að vera saman ættu að vera saman og ættu að vera líkir
- Þetta getur átt við allt frá listum, til upplýsinga í fæti til mynda og texta tengdum þeim
- Dæmi
Andstæður (contrast)
- Andstæður myndast þegar hlutir eru ólíkir, ekki aðeins ólíkir heldur mjög ólíkir
- Með þvi getum við dregið athygli að ákveðnum hlutum og brotið upp hönnun
- Andstæður er hægt að mynda með letri: mismunandi leturgerð, mismunandi þyngd eða mismunandi stærð.
- Eða litum: með því að snúa við litum á bakgrunni og letri
- Dæmi
Letur
- Vöndum val á leturgerðum
- Ekki allar leturgerðir eru ekki gerðar til þess að vera á meginmáli eða fyrirsögnum
- Veljum leturgerðir sem bjóða upp á andstæður!
- Stærðir á letri ættu ekki að vera handahófskenndar
- Getum skilgreint týpografískan skala, t.d.
12 14 16 18 21 24 36 48
Litir
- Ættum að ákveða litapallettu og nota hana
- Margar leiðir til að velja liti, gott að nota tól
Veftré
- Áður en við förum beint að hanna vef er mikilvægt að greina umfangi
- Til þess að komast að því er gott að byrja á að því að setja upp veftré
- Yfirlitsmynd yfir allar síður vefsins og hvernig þær tengjast innbyrðist

Wireframe
- Wireframe er það að taka hverja síðu/„síðutýpu“ og skissa upp hvernig hún mun líta út
- Blað og blýanti, á tússtöflu eða í tóli (t.d. balsamiq)
- Þetta gefur okkur tilfinningu fyrir því hvaða efni þurfi að vera á hverri síðu, í hvaða forgangi það eigi að vera og hvernig það tengist öðru efni

Að vinna með hönnuðum
- Yfirleitt vinnum við með hönnuðum að því að útfæra vef
- Samstarf! Forritarar eru ekki bara „verkfæri“ sem útfæra hannaðan vef
- Eigum að ýta á og biðja um útskýringar
Mismunandi stöður
- Þegar við útfærum þurfum við að hugsa um marga hluti
- Sérstaklega ef hægt verður að setja inn allskonar efni
- Hvernig lítur þetta út tómt?
- Meðan verið er að sækja efni?
- Ef það er of mikið af efni, hvort sem það eru löng orð, of mörg orð, of mikið af hlutum?
- Hvað ef það kemur upp villa? Hvað með þegar það er búið að framkvæma aðgerð?
Figma
- Flestir vefhönnuðir vinna í Figma í dag
- En samt líka Sketch, eða kannski Photoshop
- Mjög kraftmikið tól! Hannað út frá þörfum vefhönnunar
- Vefhönnunartól á vefnum