Fyrirlestur — Leitarvélabestun / SEO
Vefforritun 1 — TÖL107G
Ólafur Sverrir Kjartansson, osk@hi.is
- Meðhöndlun á efni til að það komi frekar fram í leitarniðurstöðum
- Leitarvélar horfa á mörg hundruð breytur sem hafa áhrif
- Í grunninn skipulagt, læsilegt og einstakt efni
Efni
- Lýsandi titill
- Skipulagt, læsilegt og einstakt efni
- Ekki of mörg umfjöllunarefni í einu, skiptum upp á síður
- Einstakar og hnitmiðaðar fyrirsagnir
- Alt texti á myndum og engar myndir af texta
- Lýsandi texti á tenglum
- Skilgreina lýsingu á síðu með
<meta name="description">
Skilgreina lýsigögn
- Lýsigögn fyrir vef ættu að vera sett upp fyrir helstu þjónustur
- Minnstu upplýsingar sem ætti að skilgreina fyrir vefi svo helstu þjónustur birti viðeigandi upplýsingar eru titill, lýsing og mynd
<meta property="og:title"
content="Titill fyrir Facebook">
<meta property="og:description"
content="Lýsing fyrir Facebook">
<meta property="og:image"
content="http://example.com/img.jpg">
<meta name="twitter:title"
content="Titill fyrir Twitter">
<meta name="twitter:description"
content="Lýsing fyrir Twitter">
<meta name="twitter:image"
content="http://example.com/img.jpg">
Slóðir
- Fallegar slóðir, ekki of langar eða flóknar
- Ef efni hefur verið aðgengilegt á slóð, reynum eins og við getum að halda því aðgengilegu eða áframsenda á nýja slóð
- Ekki dreifa sama efni á margar slóðir
- T.d. hafa sér „mobile“ vef
- Ef aðgengilegt af mörgum stöðum, áframsenda og merkja með
<link rel="canonical" href="...">
Hjálpa til
- Veftré fyrir leitarvélar (
sitemap.xml)
- Réttar skilgreiningar í robots.txt
- Útbúa villusíður, t.d. fyrir 404 villur - síða fannst ekki
Fylgjast með og ítra
- Útgáfa á vef er ekki eins og bókaútgáfa
- Fjölda heimsókna og hvaðan komið er, analytics
- Villur sem koma upp, útiloka vandræða síður
- Bregðast við og bæta